Samkvænt mjög áhugaverðum pistli í Bændablaðinu um rabbabara skráði Schierbeck landlæknir tvö yrki í garðyrkjukveri sem hann gaf út 1891. Hann kallaði þær Linnaeus og Queen Victoria. Hér fylgir lýsing á þeim:

Yrkið Queen Victoria er upphaflega frá Bretlandi og kom á markað 1837, árið sem Viktoría, dóttir hertogans af Kent, var krýnd drottning, og er yrkið kennt við hana. Yrkið er stórvaxið með græna stöngla og gefur mikla uppskeru en þykir súrt.

Linnæus er einnig harðgert og snemmsprottið yrki. Bæði þessi yrki eru í ræktun í dag enda mun Schierbeck hafa verið duglegur við að dreifa þeim um landið. (Rabarbarinn rifjaður upp - Bændablaðið (bbl.is))

Einar Helgason nefndi eina tegund til viðbótar í bókinni Hvannir frá 1926. Það er Early Red sem er oft kallaður vínrabbabari og er talinn sætari en Victoria og Linnaeus. Eins og nafnið segir er hann rauðleitur. 

Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Korpu er með safn fjögurra íslenskra yrkja, einu grænlensku og tólf erlend önnur en grænlensk. Íslensk yrki eða staðbrigði hafa fengið nöfn eins og Minni-Mástunga, Svínafell, Mývetningur, Vatnskot, Bjarnadalur og Hveravellir. Eitt heitið sker sig þó úr en það kallast Ráðherrafrú og er kennt við Evu Jónsdóttur, eiginkonu Ingólfs Jónssonar, fyrrverandi landbúnaðarráherra frá Hellu.